Skilmálar
Greiðsluskilmálar
Greiðslur
Vörur í vefverslun er hægt að greiða fyrir með millifærslu, debit, kreditkorti, Netgíró og Pei. Vefgreiðslur kredit og debitkorta fara fram í gegnum greiðslukerfi Mypos og eru öll samskipti dulkóðuð.
Pöntunin er felld niður ef greiðsla hefur ekki borist innan 5 daga.
Verð
Öll verð á síðunni eru uppgefin í íslenskum krónum og innihalda virðisaukaskatt. Verð á netinu geta breyst án fyrirvara.
Afhending vöru
Yfirleitt er afgreiðslutími vöru um 3-5 virkir dagar eftir að greitt hefur verið. Bródering tekur um þó um viku og sporsetning einnig. Afgreiðslutími lengist þegar líður að frí- eða álagstímabilum s.s. jólum. Sé varan ekki til á lager mun sölufulltrúi hafa samband. Hægt er að sækja í verslun eða fá sent með TVG og gilda afhendingar-, ábyrðar og flutningsskilmálar TVG um afhendingu vörunnar.
Allt merkilegt – Merkt ehf ber ekki ábyrgð á tjóni sem kann að verða í flutningi. Við tökum 3-5 virka daga til að merkja vörurnar hjá okkur.
Skila- og endurgreiðsluréttur
Ekki er hægt að skila sérmerktum vörum.
Skilafrestur er 30 dagar á meðan vara er enn til sölu í verslun að því tilskildu að varan sé ekki sérmerkt, að hún sé ónotuð, óþvegin og í upprunalegum umbúðum þar sem það á við. Framvísa skal kvittun fyrir vörukaupunum. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur. Ef vara reynist gölluð er viðskiptavinum boðin sama eða álíka vara í stað þeirrar gölluðu.
Lög og reglugerðir
Um vefverslun Töff Socks ehf. gilda lög um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000, lög um rafræn viðskipti nr. 30/2002 og lög um neytendakaup 48/2003.
Annað
Við áskiljum okkur rétt til leiðréttinga á verði þar sem rangt verð er gefið upp vegna villu eða af öðrum tæknilegum ástæðum. Einnig áskiljum við okkur fullan rétt til að leiðrétta villur í texta, myndum og verði. Efni vefsins er birt með fyrirvara um villur. Allt merkilegt – Merkt áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vöru fyrirvaralaust.
Við reynum okkar besta að hafa litina á vörum á netinu sem réttasta. Hinsvegar eru skjáir og tæki svo misjöfn og litastillingarnar ekki eins hjá öllum. Við getum því ekki lofað því að litur sem þú sérð á þínum skjá sé hinn sami og í raunveruleikanum.
ATH staðfestingapóstur og annar póstur frá okkur virðist fara oft í SPAM pósthólfið svo endilega fylgist með í SPAM/JUNK pósthólfinu því við höfum samband í gegnum tölvupóst ef við þurfum upplýsingar og þegar varan er tilbúin.
Eigandi léns og vefverslunar
Töff Socks ehf
Krókháls 6 (Stuðlahálsmegin, inn í portið)
110 Reykjavík
kt.460122-0900
Bnr. 552-26-460122
VSK: 143454
Símanúmer: 620-1969
Netfang:sala@alltmerkilegt.is & sala@toff.is